top of page

Golíat Service Manager

ÞJÓNUSTUKERFI SÉRHANNAÐ MEÐ ÞÍNAR ÞARFIR Í HUGA

Golíat býr yfir mismunandi birtingarmyndum sem stjórnast af eðli starfseminnar. Þú velur inn í kerfið þær einingar sem henta þér eða þær tengingar við ytri kerfi sem henta s.s. fjárhagsbókhald, kassakerfi, vörur og birgðir. 

Empty Stage

Lifandi mælaborð

Myndræn framsetning bætir yfirsýn yfir frammistöðu, vinnu, tímalínur í verkferlinu og annað sem gerir þér kleift að besta starfsemina.

Vanti þig eitthvað sértækt að sjá þá erum við ekki lengi að henda því inn á mælaborðið. 

Gradient Background
Golíat Service Manager - Mælaborð
Gradient Background
Golíat Service Manager - Aðengi

Aðgengi 

Hver notandi sér eingöngu það sem honum ber að sjá hvort sem um er að ræða Þjónustustjóra, sérfræðing á gólfi,  starfsmann hjá viðskiptavini, tengilið eða starfsmann tryggingaraðila.

Empty Stage

Lifandi vinnuflæði

Byrjað er á að stofna allar verkefnastöður. Síðan eru settar upp reglur sem stjórna því hvaða staða getur tekið við af þeirri síðustu. 

Hvert skref í vinnuflæðinu getur sett af stað sértækar aðgerðir eins og að tryggja að nauðsynlegar upplýsingar hafi verið skráðar eða kalla eftir inngripi tryggingararaðila til að meta ábyrgð eða vekja aðgerð sem stofnar reikning í bókhaldi. 

Gradient Background
Golíat Service Manager - vinnuflæði
Golíat Service Manager - Vinnuflæði reglur
Gradient Background
Golíat Service Manager - Sniðmát

Sniðmát fyrir skilaboð

Við bjóðum upp á að klæðskerasaumuð SMS eða tölvupóst skilaboð séu send til hlutaðeigandi aðila við hverja stöðubreytingu. Þú byggir upp sniðmát og dregur inn þær upplýsingar sem eiga að birtast.

Mismunandi sniðmát eru í boði fyrir tengilið viðgerðar, viðskiptavin, tryggingaraðila, eða verkstæði.

 

Ef þú vilt fá þessar upplýsingar sendar inn í skýjaþjónustur eins og Mandrill, Mail Chimp eða inn í CRM kerfið þitt þá er sá möguleiki til staðar.

Empty Stage

Gott yfirlit yfir öll verkefni

Eldsnögg leit og leitarkostir gera þér kleift að kalla fram þau gögn sem þú vilt sjá hverju sinni. Samsett dálkaleit og dálkaröðun býr til þá sýn sem þarf hverju sinni.

Að auki er úrval annarra valkosta eins og að sjá bara verk sem hefur verið úthlutað á starfsmenn, verk sem er lokið eða í vinnslu hjá tryggingaraðila ofl. ofl.

Gradient Background
Golíat Service Manager - Verkefni
Gradient Background
Golíat Service Manager - Stofnun beiðni

Ábyrgðarferli

Stofnun verkbeiðni

Ítarlegar upplýsingar á einum stað.

Beiðni um viðgerð er undirrituð með rafrænni undirskrift. Enginn pappír.


Upplýsingar um þjónustusögu viðskiptavinar eru aðgengilegar og gögn úr henni sótt eigi slíkt við sem auðvitar flýtir skráningu og sjálfkrafa sækir upplýsingar um gildistíma ábyrgðar ofl. Sé um endurkomu að ræða þá birtist viðgerðasaga og verk fer sjálfkrafa í forgang.

Ef þú stillir sjálfvirku skilaboðin þannig þá fær viðskiptavinur skeyti með hlekk í viðgerðina þar sem hann getur alltaf fylgjst með og komið skilaboðum inn í verkið.

Stærri samstarfsaðilar hafa valkost um að senda beiðni inn rafrænt.

Empty Stage

Skráning fylgihluta

Við skráum ekki bara megin viðfangsefni verks heldur einnig alla fylgihluti sem lagðir eru inn með beiðninni.

Límmiðar með strikamerki eru síðan prentaðir út fyrir alla hluti og þeir merktir svo þeir glatist ekki heldur þekkist sem hluti af sömu aðgerð.

  

Gradient Background
Golíat Service Manager - Fylgihlutir
Gradient Background
Golíat Service Manager - Samskipti

Öll samskipti innan kerfis

Það eru tvær samskiptarásir í Golíat. Önnur er fyrir almenn samskipti milli þjónustuaðila og viðskiptavinar en hin er ætluð fagaðilum eingöngu og eru ekki sýnileg viðskiptavini.

Þannig höldum við öllum samskiptum innan Golíat svo allt sé við hendina.

Empty Stage

Sjálfvirk skilaboð

Sniðmátin gefa kost á að setja upp vandaðan texta með gögnum út viðgerðinni sem sent er hlutaðeigandi aðila sem sms eða tölvupóstur.

Þú getur einnig látið skilaboðin og tilheyrandi gögn sendast á markaðstólið þitt eða látið þau vistast sem hluti af samskiptasögu viðskiptavinar í miðlægu kerfi.

  

Gradient Background
Golíat Service Manager - Sjálfvirk skilaboð
Gradient Background
Golíat Service Manager - Efni, vinna og kostnaður

Efni, vinna og kostnaður

Hér gefum við kost á að skrá alla vinnu og efni með einföldum hætti og án tenginga við önnur kerfi.

Nýtir þú aftur á móti þær tengingar sem eru í boði s.s. við bókhaldskerfi, vörur og birgðir þá vinnur Golíat með allar þessar upplýsingar og uppfærir í þessum kerfum og viðheldur lagerstöðu. Golíat getur einnig myndað sölupöntun eða reikning í viðskiptamannabókhaldi og prentað út eða sent uppgjör yfir í kassakerfi við afgreiðslu.

Gradient Background
Golíat Service Manager - Ábyrgðaferli

Ábyrgðir og matsferli

Ef verkið fellur undir ábyrgð eða það er grunur um það þá er matsferli sett af stað. Matsmenn taka við Golíat beiðnum sjálfkrafa og meta hvert tilvik.

Allar upplýsingar um matsferlið og niðurstöður er viðhaldið í Golíat.

Að auki er sér samskiptarás eða spjall í kringum matsferlið sjálft.

Empty Stage

Svo þarf að koma öllu til skila

Golíat birtir þau verkefni sem eru tilbúin til afhendingar og gefur möguleika á að stjórna "heimsendingur" sé þess óskað.

Fyrir stærri þjónustuaðila og útibú sem vilja besta það að senda og sækja þá fær áfangastaður "græna ljósið" ef hægt er að fara í einni ferð þ.e. annaðhvort þarf að senda eða sækja eða það þarf að gera bæði og þá er alltaf gott að láta kerfið segja hvort hægt sé að gera allt í einni ferð.

Hver áfangastaður getur síðan í rauntíma séð hvað er tilbúið til að fara frá staðnum eða er væntanlegt til hans eða "í pípunum" eins og sagt er.

Gradient Background
Golíat Service Manager - Heimsending
Golíat Service Manager - Sendingar
bottom of page