top of page
Abstract Lines

Vitnisburður tveggja viðskiptavina og samstarfsaðila

Tæknivörur

"Codilac hefur að mínu mati færni og þekkingu á sviði hugbúnaðarþróunar sem er í senn vandfundin en um leið nauðsynleg til að tryggja virkni, sveigjanleika og áreiðanleika þess kerfis sem unnið er með. Þekking Codilac snýr annars vegar að fjölþættum og ítarlegum aðferðum hugbúnaðargerðar, forritun, samþættingaraðferðum og gagnamódelum og hins vegar að yfirsýn yfir þá fjölmörgu þætti sem hafa áhrif á hvernig heildarmynd og högun kerfa skuli vera. Það eru forréttindi að geta unnið með fólki sem hefur viðlíka reynslu og Codilac og um leið þekkingu á nýjustu aðferðum."

Sveinn Tryggvason CTO Tæknivöörur

Sveinn Tryggvason

CEO Tæknivörur

Abstract Lines

"Samstarf ELKO og Codilac hófst í lok árs 2020 en fyrr sama ár innleiddi ELKO nýja stefnu fyrirtækisins og markmið sem lagði aukna áherslu á bæði aukna ánægju viðskiptavina og starfsfólks félagsins. Samstarfið hefur verið gríðarlega farsælt frá okkar fyrsta fundi því augljóst var frá upphafi að Codilac hefur bæði yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á sviði hugbúnaðargerðar. Þeir eiga mjög auðvelt með að skilja okkar þarfir og kröfur og leggja fram lausnir sem passa vel við þá framtíðarsýn sem við höfum í stafrænni þróun. Samstarfið er því mikilvægur þáttur í að ELKO nái markmiði sínu um að eiga ánægðustu viðskiptavinina á raftækjamarkaði."

Sófús Árni Hafsteinsson Viðskiptaþróunarstjóri Elko

Sófús Árni Hafsteinsson

Viðskiptaþróunarstjóri Elko

bottom of page